Mótmælendur fjölmennari þátttakendum

Jason Kessler, skipuleggjandi fjöldafundarins í lögreglufylgd.
Jason Kessler, skipuleggjandi fjöldafundarins í lögreglufylgd. AFP

Fyrirhuguðum fjöldafundi hvítra hægriöfgamanna sem halda átti við Hvíta húsið í Washington í gær var fljótlega hætt þegar mótmælendur gegn fundinum reyndust fundargestum mun fleiri. Boðað hafði verið til fundarins í tilefni þess að í gær var ár liði frá fjöldafundi hægri öfgamanna í Charlottesville í Virginíu sem kostaði einn lífið.

Ekki mættu nema um 20 hægriöfgamenn á fundinn í Washington í gær, en hundruð höfðu hins vegar safnast saman í nágrenninu til að mótmæla fundinum og fordæma kynþáttahatur.

Búist hafði verið við um 400 þátttakendum og átti fundurinn að vara í um tvær klukkustundir, fundargestir létu sig hins vegar hverfa eftir um hálftíma þegar ljóst var hversu dræm þátttakan var.

Mótmælendur gegn hinum fyrirhugaða fjöldafundi söfnuðust saman í nágrenninu.
Mótmælendur gegn hinum fyrirhugaða fjöldafundi söfnuðust saman í nágrenninu. AFP

Mikil öryggisgæsla var á staðnum og meðferð skotvopna bönnuð, en lögregla sá um að skilja að hægriöfgamenn og þá sem mótmæltu veru þeirra, m.a. með hrópum á borð við: „skammist ykkar“ og „yfirgefið borgina mína“ að því er BBC greinir frá.

Ivanka Trump, dótt­ir Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta og ráðgjafi for­set­ans, for­dæmdi á Twitter í gær með af­drátt­ar­laus­um hætti hvers kyns ras­isma, nýnas­isma og yf­ir­burði hvítra ein­stak­linga yfir öðrum kynþátt­um. At­hygli vakti að Ivanka tjáði sig með hætti sem faðir henn­ar hef­ur hingað til ekki viljað gera. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert