Þingið kjósi um Brexit 11. desember

Theresa May forsætisráðherra Bretlands hefur svarað fyrir Brexit-samkomulagið í þinginu …
Theresa May forsætisráðherra Bretlands hefur svarað fyrir Brexit-samkomulagið í þinginu í dag. AFP

Breska þingið mun greiða atkvæði um Brexit-samkomulag Theresu May forsætisráðherra 11. desember. AFP-fréttaveitan segir þingið þá annaðhvort munu samþykkja eða hafna samkomulaginu sem leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu í gær.

„Ég horfi til 11. desember sem dagsins þegar þingið mun standa frammi fyrir ákvörðun um það hvort að það ætli sér að virða eða virða ekki vilja breskra kjósenda,“ sagði May í þinginu í dag.

May hefur staðið í ströngu í þinginu í dag og varið samkomulagið sem hún segir virða vilja kjósenda úr þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016, auk þess sem það nái um leið að viðhalda nánum tengslum við ESB.

BBC segir May engu að síður hafa játað að hún sé ekki „fullkomlega sátt“ með þá leið sem farin er til að koma í veg fyrir að landamæragirðingum verði komið upp milli Norður-Írlands og Írlands við útgönguna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert