Sérfræðingur í málefnum Ríkis íslams segir af sér

Brett McGurk, sérfræðingur bandarískra stjórnvalda í málefnum Ríkis íslams.
Brett McGurk, sérfræðingur bandarískra stjórnvalda í málefnum Ríkis íslams. AFP

Brett McGurk, sérfræðingur bandarískra stjórnvalda í málefnum Ríkis íslams, hefur sagt upp störfum í kjölfar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta að draga allt herlið Banda­ríkj­anna frá Sýr­landi.

McGurk hugðist láta af störfum á næsta ári en ákvað að flýta því sökum ákvörðunar Trump. McGurk hefur talað fyrir því að Bandaríkin haldi áfram að vinna gegn hryðju­verka­sam­tökunum  Rík­i íslams í Sýrlandi.

„Við viljum vera til staðar og tryggja að stöðugleikanum sé viðhaldið á þessum svæðum,“ sagði McGurk fyrir fáeinum dögum.

Uppsögn McGurk kemur í kjölfar uppsagnar Jim Matt­is, varn­ar­málaráðherra Banda­ríkj­anna, sem sagði af sér embætti í fyrradag en Mattis hafði greint frá því að enn sé mikið verk óunnið í Sýr­landi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert