Munu styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu

Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. AFP

Verkamannaflokkurinn er tilbúinn að styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit til að koma í veg fyrir „skaðlega útgöngu leidda af Íhaldsflokknum“.

Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, greindi flokksmönnum frá því í kvöld að þetta verði niðurstaðan ef breytingartillögum flokksins við Brexit-samninginn verði hafnað í þinginu á miðvikudag. Í þeim felst meðal annars að fresta útgöngunni náist ekki samningur um samband Bretlands og ESB eftir útgönguna fyrir 29. mars næstkomandi.

„Við munum, með einum eða öðrum hætti, gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir útgöngu án samnings og við leggjumst gegn skaðlegri útgöngu leiddri af Íhaldsflokknum og samningi May sem hefur ítrekað verið hafnað,“ segir Corbyn.

Th­eresa May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, sæt­ir nú sí­aukn­um þrýst­ingi um að fresta út­göngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu í stað þess að láta Breta yf­ir­gefa ESB samn­ings­lausa í lok næsta mánaðar.

Ekki er hins vegar ljóst hvort eining ríki um þjóðaratkvæðagreiðslu innan Verkamannaflokksins og í frétt The Guardian segir að búast megi við að fjöldi þingmanna flokksins sitji hjá eða greiði atkvæði gegn nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit.

Níu þingmenn flokksins hafa sagt skilið við hann og myndað sjálfstæðan flokk, meðal annars vegna ánægju um stefnu flokksins þegar kemur að útgöngu Breta úr ESB.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert