Var of hár fyrir endamarkið

Hlauparinn átti í stökustu vandræðum með að koma sér inn …
Hlauparinn átti í stökustu vandræðum með að koma sér inn í endamarkið, en það gekk þó á endanum. AFP

Lundúnamaraþonið fór fram í dag, en þar var Keníamaðurinn Eliud Kipchoge fljótastur allra á nýju brautarmeti, 2:02:37. Brigid Kosgei, einnig frá Kenía, sigraði í kvennaflokki og varð yngsta kona sögunnar til þess að sigra hlaupið, á tímanum 2:18:20.

Þessi frábæru hlaupaafrek eru þó ekki það eina sem fólk ræðir um eftir maraþonið, því þar átti sér stað bráðfyndið atvik er einn hlauparanna kom í mark.

Sá ákvað að hlaupa í Big Ben-búningi, og þegar hann hafði hlaupið kílómetrana 42,2 í þessum eflaust óþægilega búningi, komst hann ekki yfir marklínuna þar sem hann var of hár.

Að lokum kom þó starfsmaður honum til hjálpar, eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan.

Hér að neðan má svo sjá fleiri myndir frá Lundúnamaraþoninu í dag, sem ljósmyndarar AFP í Lundúnum tóku.

Eliud Kipchoge var fljótastur allra.
Eliud Kipchoge var fljótastur allra. AFP
Hlauparar fara yfir Tower-brúnna.
Hlauparar fara yfir Tower-brúnna. AFP
Brigid Kosgei sigraði í kvennaflokki.
Brigid Kosgei sigraði í kvennaflokki. AFP
Smá krampi á lokasprettinum.
Smá krampi á lokasprettinum. AFP
Bretinn Mo Farah varð að gera sér fimmta sætið að …
Bretinn Mo Farah varð að gera sér fimmta sætið að góðu á heimavelli. AFP
Þetta getur ekki verið þægilegt.
Þetta getur ekki verið þægilegt. AFP
Þessi fór sennilega ekkert mjög hratt yfir.
Þessi fór sennilega ekkert mjög hratt yfir. AFP
Superman slakar á eftir hlaupið.
Superman slakar á eftir hlaupið. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert