Kim bað Trump afsökunar

Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa fengið afsökunarbeiðni frá Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, vegna eldflaugatilrauna þjóðarinnar að undanförnu.

Leiðtoginn vill halda áfram viðræðum um afvopnavæðingu um leið og sameiginlegum heræfingum Bandaríkjanna og Suður-Kóreu lýkur.

Nokkrum klukkustundum eftir að N-Kórea skaut tveimur eldflaug á loft, sem var fimmta tilraunin á tveimur vikum, tísti Trump að Kim hefði greint frá þessu í bréfi til hans. Kvaðst forsetinn spenntur fyrir því að hitta norðurkóreska leiðtogann á næstunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert