Fer fram á frestun þings

Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson.
Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson. AFP

Ríkisstjórn Bretlands mun óska eftir því við Elísabetu Englandsdrottningu að hún fresti störfum þingsins aðeins nokkrum dögum eftir að þingið kemur saman í september. Aðeins nokkrum vikum síðar munu Bretar ganga úr Evrópusambandinu.

Stjórnmálaritstjóri BBC, Laura Kuenssberg, segir að þetta auðveldi ríkisstjórn Boris Johnson að fresta ræðu drottningar til 14. október en þar verða kynntar helstu áherslur nýrrar ríkisstjórnar. 

Þetta þýðir að væntanlega ná engin ný lög í gegn áður en Bretar yfirgefa ESB 31. október.

Sjá nánar á BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert