Hellirinn frægi opnaður ferðamönnum

Hundruð tóku þátt í björgunaraðgerðunum síðasta haust.
Hundruð tóku þátt í björgunaraðgerðunum síðasta haust. AFP

Opnað hefur verið fyrir heimsóknir ferðamanna í Tham Luang-hellinn í Taílandi þar sem 12 ungir drengir sátu fastir dögum saman ásamt þjálfara sínum áður en þeim var bjargað síðasta haust.

Heimsbyggðin sat með öndina í hálsinum á meðan á björgunaraðgerðum stóð, en lengi vel var óljóst hvort drengirnir og þjálfari þeirra væru yfir höfuð á lífi eftir að flætt hafði inn í hellinn.

Björgunaraðilar unnu þrekvirki, en 17 daga tók að koma drengjunum út og tóku yfir 90 kafarar þátt í aðgerðunum.

Hellirinn var opnaður gestum í dag og mættu um 2.000 manns á staðinn í von um að verða með þeim fyrstu að bera staðinn augum, en aðeins 20 geta farið inn í hellinn í einu og komust því færri að en vildu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert