Soleimani var að undirbúa árásir

Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.
Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. AFP

Íranski hershöfðinginn Qasem Soleimani var að undirbúa árásir sem átti að fremja nokkrum dögum eftir að hann var drepinn í bandarískri drónaárás í Bagdad, höfuðborg Íraks.

Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, greindi frá þessu.

„Það er rétt að tala um nokkra daga, engin spurning,“ sagði hann á blaðamannafundi í Pentagon, spurður um hversu mikil yfirvofandi ógn stafaði af Soleimani.

Esper sagði einnig að Pentagon búist við því að Íran muni hefna drápsins á Soleimani. „Við búumst við því að þeir muni hefna sín á einhvern hátt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert