Lögreglumaður gleymdi byssunni á klósettinu

AFP

Lögreglumanni, sem starfaði sem lífvörður fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Davids Cameron, hefur verið vikið úr starfi tímabundið eftir að hafa gleymt hlaðinni byssu og vegabréfi Cameron á klósetti um borð í áætlunarflugi.

Þetta kemur fram í frétt Guardian sem hefur fengið staðfest hjá bresku lögreglunni að rannsókn standi yfir á málinu. Um var að ræða flug British Airways frá New York til Heathrow-flugvallar í London fyrr í vikunni.

David Cameron.
David Cameron. AFP

Vegabréf lögreglumannsins fannst einnig á klósettinu og var það farþegi um borð sem kom vegabréfunum og byssunni í hendur áhafnar vélarinnar. Flugstjórinn staðfesti að byssa hefði fundist um borð að sögn farþega sem Guardian ræddi við og varð uppi fótur og fit meðal farþega um borð þegar það fréttist.

Byssan, sem talin er hafa verið 9 mm Glock 17 skammbyssa, var í byssuhulstri sem talið er að lögreglumaðurinn hafi tekið af sér þegar hann settist á klósettið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert