Gæti varað til vors og 7,9 milljónir á spítala

Konur með andlitsgrímur á gangi yfir London-brúna.
Konur með andlitsgrímur á gangi yfir London-brúna. AFP

Faraldurinn af völdum kórónuveirunnar í Bretlandi gæti varað til næsta vors og alls gætu 7,9 milljónir manna þurft að fara á sjúkrahús.

Þetta kemur fram í leynilegu bréfi embættis enska landlæknisins til háttsettra aðila í heilbrigðiskerfinu.

Í bréfinu, sem Guardian greinir frá, viðurkenna heilbrigðisyfirvöld í fyrsta sinn að þau búist við því að veiran verði á sveimi næstu tólf mánuðina og geti leitt til mikilla vandamála í heilbrigðiskerfinu.

Einnig kemur fram að mögulega muni allt að 80% Breta smitast af kórónuveirunni.

Chris Whitty, heilbrigðisráðgjafi ríkisstjórnarinnar, hefur áður lýst þeirri tölu sem versta mögulega tilfellinu og telur hann að hún verði ekki jafnhá. Engu að síður kemur fram í bréfinu að „búist er við“ að fjórir af hverjum fimm Bretum fái veiruna.

„Búist er við að allt að 80% af þjóðinni smitist af COVID-19 á næstu 12 mánuðum og allt að 15% (7,9 milljónir) gætu þurft að fara á sjúkrahús.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert