Hvíta húsið gagnrýnir fjölmiðla

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Hvíta húsið segir að fjölmiðlar hafi sýnt af sér ábyrgðarleysi þegar þeir tóku ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta um að  rann­sakað yrði hvort hægt væri að dæla sótt­hreinsi­vökva í fólk sem meðferð við kór­ónu­veirunni úr samhengi.

Lækn­ar vara við þess­um hug­mynd­um forsetans og segja að þetta gæti reynst fólki ban­vænt.

Trump lagði einnig til hvort ekki væri hægt að beina út­fjólu­blá­um geisl­um á lík­ama sjúk­linga með COVID-19. Sú hug­mynd hans var strax sleg­in út af borðinu af lækni á fund­in­um með blaðamönn­um í gær.

Kayleigh McEnany.
Kayleigh McEnany. AFP

„Forsetinn hefur ítrekað sagt að Bandaríkjamenn eigi að ráðfæra sig við lækna varðandi meðferð við kórónuveirunni. Hann lagði áherslu á það í gær,“ sagði Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins.

„Látið fjölmiðla um að taka forsetann af ábyrgðarleysi úr samhengi og sníða neikvæðar fyrirsagnir,“ bætti hún við. 

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert