Trump gagnrýndur af læknum

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur verið harðlega gagnrýndur af læknum eftir að hann lagði til að rannsakað yrði hvort hægt væri að dæla sótthreinsivökva í fólk sem meðferð við kórónuveirunni. Læknar vara við þessum hugmyndum og segja að þetta gæti reynst fólki banvænt.

CNN fréttastofan hefur birt frétt þar sem staðreyndavakt miðilsins sýnir fram á að það sem forsetinn sagði á fundinum stenst ekki. 

Trump lagði einnig til hvort ekki væri hægt að beina útfjólubláum geislum á líkama sjúklinga með COVID-19. Sú hugmynd hans var strax slegin út af borðinu af lækni á fundinum með blaðamönnum í gær.

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, á blaðamannafundinum í gær.
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, á blaðamannafundinum í gær. AFP

 Stuttu áður hafði embættismaður sagt að það væri þekkt að sólarljós og sótthreinsiefni dræpu sýkinguna. En jafnvel opinberar heilbrigðisstofnanir í Bandaríkjunum hafa varað við notkun bleikiefna í lækningaskyni. Þetta kemur fram á vef BBC.

„Það hefur verið orðrómur um — þið vitið mjög góður orðrómur — um að ef þú ferð út í sólina eða hita og það hefur áhrif á aðrar veirur,“ sagði Trump áður en hann bað dr. Deborah Brix um að ræða við lækna og kanna hvort hægt sé að nota ljós og hita til að lækna. 

Trump spurði síðan Birx ef hún hafi einhvern tíma heyrt að hiti og ljós hafi áhrif á veirur svaraði hún því til: „Ekki sem lækningu.“ Hann bað hana síðan um að láta kanna málið betur.
Síðar á blaðamannafundinum tók Trump umræðuna aftur upp og möguleikann á að nota sólarljós sem lækningu. 
Á blaðamannafundinum var Trump spurður hvers vegna hann hafi hætt að tala um malaríulyfið hydroxychloroquine sem lækningu við kórónuveirunni. „Ég hef ekki gert það,“ svaraði Trump og spurði fréttamanninn: „Hvers vegna segir þú að ég hafi gert það?“
Í staðreyndakönnun CNN kemur fram að Trump hafi nánast daglega um hydroxychloroquine sem mögulega lækningu og síðan ítrekað á á fundum með blaðamönnum. Hann hvatti Bandaríkjamenn til þess að prófa það og það gæti jafnvel verið stærsta uppgötvunin í nútímalækningum. „Og hverju hefur þú að tapa,“ sagði hann á blaðamannafundi fyrr í mánuðinum. En nú hefur hann ekki minnst á lyfið í meira en viku.
AFP

Á fundi með blaðamönnum í Hvíta húsinu í gær fjallaði embættismaður um nýja rannsókn á vegum bandarísku ríkisstjórnarinnar þar sem fram kemur að kórónuveiran virðist veikjast fyrr ef henni er mætt með sólarljósi og hita. Rannsóknin sýndi einnig að bleikiefni gæti drepið veiruna í munnvatni eða úða frá öndunarfærum innan fimm mínútna og própanól gæti jafnvel drepið veiruna enn hraðar. 

Það var William Bryan, starfandi yfirmaður vísinda og tæknideildar heimavarnaráðuneytisins, sem kynnti þetta á blaðamannafundinum. Trump segir að taka þurfi rannsókninni með fyrirvara en rétt væri að rannsaka þetta frekar. 

New York Times

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert