Flest dauðsföll á Ítalíu af völdum veirunnar í Evrópu

Heilbrigðisstarfsfólk flytur sjúkling í gjörgæslu á milli deilda í Róm.
Heilbrigðisstarfsfólk flytur sjúkling í gjörgæslu á milli deilda í Róm. AFP

Ítalía er nú það land í Evrópu sem verst hefur farið út úr heimsfaraldrinum hvað fjölda andláta varðar. Heildarfjöldi látinna er nú orðinn 64.036 sem eru fleiri en í Bretlandi.

Heilbrigðisráðuneytið í Ítalíu segir 649 hafa látist af völdum Covid-19 síðastliðinn sólarhring og 19.903 ný smit greinst.

Á heimsvísu hafa felst andlát verið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum, 295.539 frá og með deginum í dag. Þar á eftir kemur Brasilía, Indland og Mexíkó.

Af evrópskum löndum tók Ítalía fram úr Bretlandi með  64.026 tilkynnt andlát vegna Covid-19 þá eru andlát í Frakklandi 57.567 og á 47.624 á Spáni.

Læknar látast 

Ítalía var fyrsta landið í Evrópu til þess að ganga í gegnum stóra bylgju smita fyrr á þessu ári og grípa til harðra aðgerða með tilheyrandi útgöngubönnum og lokunum til þess að reyna að vinna bug á þá nýjum banvænum sjúkdómi.

Dánartölur Bretlands fóru fram úr Ítalíu þann 6. maí, þá tæplega 30.000. Í sumar var útlit fyrir að suður-evrópsk löndin væru að komast fyrir vind með faraldurinn.

Þrátt fyrir fjölda skimaðra og sóttvarnaraðgerða, tók tilfellum að fjölga aftur í haust þar, eins og í mörgum öðrum löndum og dánartölur tóku að hækka að nýju.

Læknafélag Ítalíu tilkynnti í gær að 251 læknir hafi látið lífið úr Covid-19 þar í landi.

Vaktaskipti hjá hjúkrunarfræðingum á Cremona sjúkrahúsinu í Langbarðalandi.
Vaktaskipti hjá hjúkrunarfræðingum á Cremona sjúkrahúsinu í Langbarðalandi. AFP

Snéri til vinnu til að taka þátt

Meðal þeirra var Francesco Gasparini, 67 ára svæfingarlæknir, sem snéri til vinnu eftir að hafa sest í helgan stein til þess að leggja sitt af mörkum. 

Filippo Anelli, formaður læknafélagsins í Ítalíu, segir meiri samgang á milli fólks og háan smitstuðul meðal einkennalausra vera aðalástæðu þess hve margir hafa dáið í seinni bylgjunni. Hann benti einnig á að ekki hafi allir læknar aðgang að fullnægjandi hlífðarbúnaði.

„Við verðum að binda endi á blóðbaðið,“ sagði Anelli.

Haldi dánartíðnin áfram að rísa eins og hún hefur gert undanfarið mun seinni bylgjan í Ítalíu verða verri en sú fyrri þar sem nærri 35.000 létust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka