Danir stöðva tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca

Søren Brostrøm, land­lækn­ir Dan­merk­ur, segir að Danir standi í umfangsmestu …
Søren Brostrøm, land­lækn­ir Dan­merk­ur, segir að Danir standi í umfangsmestu bólusetningu í sögu landsins og því gefi það augaleið að ákvörðunin hafi ekki verið léttvæg. AFP

Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að stöðva tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca eftir tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir í tengslum við bólusetningar.

Fram kemur í frétt danska ríkisútvarpsins að fólk hafi fengið blóðtappa eftir bólusetningu og verður notkun bóluefnisins hætt í tvær vikur. Ein tilkynning varðar andlát.

Ekki er ljóst hvort tengsl eru á milli blóðtappa og bóluefnisins en notkun þess verður stöðvuð í það minnsta á meðan Lyfjastofnun Danmerkur ræðst í gerð nýs mats á efninu.

Eistland, Lettland, Lúxemborg og Litháen hafa einnig stöðvað notkun bóluefnis AstraZeneca á meðan málið er rannsakað.

Søren Brostrøm, land­lækn­ir Dan­merk­ur, segir að Danir standi í umfangsmestu bólusetningu í sögu landsins og því gefi það augaleið að ákvörðunin hafi ekki verið léttvæg. 

Þeir sem hafi fengið fyrri sprautu af bóluefni AstraZeneca þurfi að bíða eftir seinni skammtinum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert