Harðar deilur á finnska þinginu

Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands.
Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands. AFP

Ekki er útséð um hvort björgunarpakki Evrópusambandsins verði samþykktur eftir að þingmenn á finnska þinginu samþykktu í gær að tvo þriðju hluta atkvæða þurfi til svo hann nái fram að ganga.

Harðar deildur hafa verið innan ríkisstjórnarflokkanna í Finnlandi um framhald stjórnarsamstarfsins og þær efnahagsaðgerðir sem stefnt er að vegna Covid-19.

Í gær samþykkti stjórnarskrárnefnd finnska þingsins að einfaldur þingmeirihluti nægi ekki að til þess að framlag Finna, 750 milljarðar evra, í björgunarsjóð ESB nái fram að ganga. Þetta þýðir að ríkisstjórnarflokkarnir verða að reiða sig á stuðning stjórnarandstöðunnar en hún hefur harðlega gagnrýnt björgunarpakkann. Ef Finnar samþykkja ekki framlagið þýðir það að ekkert verður af björgunarpakkanum því allar 27 þjóðirnar sem mynda ESB þurfa að samþykkja hann. 

Ekki er búið að tilkynna hvenær greidd verða atkvæði á finnska þinginu um björgunarpakkann en nú þegar hafa tvö af hverjum þremur aðildarríkjum ESB samþykkt hann. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert