Flugskeytum skotið að flugvellinum í Kabúl

Flugskeytum var skotið á flugvöllinn í Kabúl í morgun, á sama tíma og bandarískir hermenn kepptust við að ljúka brottflutningi sínum og bandamanna frá Afganistan. Öfgahópurinn Ríki íslams, andstæðingar talíbana, er talinn helsta ógn Bandaríkjamanna sem stendur.

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá hvar talíbanar stóðu vörð í Kabúl í gær. Þeir vinna nú að því að mynda einhvers konar ríkisstjórn.

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sett frest til þriðjudags til að draga allar bandarískar hersveitir frá Afganistan. Því styttist í að lengstu hernaðarátökum í sögu Bandaríkjanna ljúki. 

Talíbanar rannsaka mikið skemmdan bíl eftir að fjölda flugskeyta var …
Talíbanar rannsaka mikið skemmdan bíl eftir að fjölda flugskeyta var skotið að Kabúl. AFP

Talíbanar tóku völdin í Afganistan fyrir um tveimur vikum. Síðan þá hefur fólk keppst við að komast úr landi. Bandaríkin hafa flutt fleiri en 120.000 manns frá alþjóðaflugvellinum í Kabúl. 

Útlit er fyrir að um 1.000 bandarískir hermenn yfirgefi landið á morgun. 

Verulegar líkur á frekari árásum

Ríki íslams stóð fyrir sjálfsmorðssprengjuárás í síðustu viku en þá féllu 100 manns, þeirra á meðal 13 bandarískir hermenn. Biden hefur varað við því að miklar líkur séu á frekari árásum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert