Kaupa Covid-pillur fyrir 700 milljarða

Frá framleiðsluferli Paxlovid.
Frá framleiðsluferli Paxlovid. AFP

Lyfjarisinn Pfizer tilkynnti í dag að samkomulag við bandarísk stjórnvöld væri í höfn um kaup á 10 milljón skömmtum af nýrri Covid-19 pillu fyrirtækisins. Kaupin nema alls 5,3 milljörðum bandaríkjadala sem jafngildir tæplega 700 milljörðum króna. 

Lyfið Paxlovid, sem ætlað er til meðferðar á veikindum sem stafa af kórónuveirunni, hefur enn ekki hlotið neyðarheimild bandarískra matvæla- og lyfjaeftirlitsins. Sótt var um leyfið í vikunni.

Rannsóknir Pfizer sýna að notkun lyfsins getur dregið úr sjúkrahúsinnlögnum og dauðsföllum af völdum Covid-19 um nærri 90 prósent á meðal nýsmitaðra sem fá meðferð innan þriggja daga frá upphafi einkenna. 

Áætlað er að afhending á lyfinu hefjist fyrir árslok og haldi áfram til ársloka 2022. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert