Ákveða frekari þvinganir á næstu dögum

Christian Lindner, fjármálaráðherra Þýskalands.
Christian Lindner, fjármálaráðherra Þýskalands. AFP

Þær þvinganir sem Vesturlönd hafa gripið til gegn Rússlandi hafa haft umtalsverð áhrif á efnahag landsins.

Þetta sagði fjármálaráðherra Þýskalands, Christian Lindner, á blaðamannafundi í dag. Tók hann fram að G7-ríkin veltu nú fyrir sér frekari aðgerðum til að svara innrás rússneska hersins í Úkraínu, en fjármálaráðherrar ríkjanna komu saman til fundar í dag.

Þvinganir „hafa þegar haft gífurleg áhrif á fjármagnsmarkaði og gjaldeyrinn,“ sagði ráðherrann, en Þýskaland fer nú með formennsku í ríkjahópnum.

Að hans sögn skiptust fjármálaráðherrarnir á tillögum að því hvernig hægt væri að beita Rússland meiri þvingunum. Bætti hann við að ákvörðun um þær yrði tekin á næstu dögum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert