Vildi ekki flóttaleiðir til Hvíta-Rússlands og Rússlands

Emmanuel Macron, forseti Frakklands.
Emmanuel Macron, forseti Frakklands. AFP

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur neitað fyrir að hann hafi biðlað til Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta að opnaði yrði fyrir flóttaleiðir til Hvíta-Rússlands og Rússlands í Úkraínu. 

Stjórnvöld í Kreml lögðu til að leiðir sem greiddar verða fyrir fólk sem hyggst leggja á flótta úr úkraínsku borgunum Karkív, Kænugarði, Maríupol og Súmí eftir símtal Macron og Pútíns í gær. Í tilkynningu varnamálaráðuneytis Rússa kom fram að ákvörðunin hafi verið að beiðni Macrons. 

Talsmenn franska forsetans neita því að nokkur slík bón hafi verið lögð fram og að Macron hafi fyrst og fremst farið fram á „að virt yrðu alþjóðleg lög um mannúð, vernd almennra borgara og vistir tryggðar“ sem þýðir að koma þurfi skipulagi á möguleika almennra borgara til að leita sér skjóls í ljósi mannúðar er haft eftir frönskum embættismönnum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert