Flytja almenna borgara úr landi

Úkraínumenn á flótta.
Úkraínumenn á flótta. AFP

Um 5.000 Úkraínumenn hafa verið fluttir frá borginni Súmí í norðausturhluta Úkraínu. Þar hafa rússneskar hersveitir sótt hart fram dögum saman. Rýmingin á að halda áfram í dag. 

Stjórnvöld í Rússlandi hafa sömuleiðis tilkynnt um tímabundin vopnahlé af mannúðarástæðum á fleiri stöðum, þar á meðal í höfuðborg Úkraínu, Kænugarði, og Maríupol.

Sameinuðu þjóðirnar segja að tvær milljónir manna hafi flúið Úkraínu síðan Rússar réðust þar inn. 1,2 milljónir manna hafa flúið til Póllands.

Utanríkisráðherrarnir funda í Tyrklandi

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Dimitrí Kúleba, utanríkisráðherra Úkraínu, munu hittast í Tyrklandi í næstu viku. Er um að ræða fyrsta fundinn þeirra á milli síðan Rússar réðust inn í Úkraínu 24. febrúar síðastliðinn. 

Friðarviðræður á milli Úkraínu og Rússlands hafa hingað til ekki skilað árangri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert