Lofthelgi verður að tryggja

AFP

Forseti Úkraínu, Volodímír Selenskí hvatti NATO til þess að tryggja lofthelgi yfir Úkraínu, því annars yrðu nágrannalönd landsins næstu skotmörk R

„Ef lofthelgi verður ekki tryggð í Úkraínu er það aðeins tímaspursmál hvenær sprengjurnar byrja að falla hjá NATO löndum,“ sagði Selenskí í myndskeiði sem var sett á netið stuttu eftir miðnættið. Tilkynningin kom daginn eftir sprengingar Rússa á æfingasvæði hermanna rétt fyrir utan borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu, þar sem 35 létust og 134 særðust. Æfingasvæðið er ekki langt frá pólsku landamærunum, en Pólland er eitt NATO-ríkjanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert