„Sókn Pútíns er föst“

Kanslari Þýskalands segir Vladimír Pútín verða að heyra sannleikann.
Kanslari Þýskalands segir Vladimír Pútín verða að heyra sannleikann. AFP/Tobias Schwarz

Innrás Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta í Úkraínu hefur tafist þrátt fyrir daglegar árásir hersveita hans, sagði Olaf Scholz kanslari Þýskalands í dag. Á sama tíma ítrekaði kanslarinn jafnframt stuðning Þýskalands við Kænugarð.

„Sókn Pútíns er föst þrátt fyrir alla eyðilegginguna sem hún hefur haft í för með sér dag eftir dag,“ sagði Scholz. 

Hann taldi jafnframt tíma til kominn að rússneski leiðtoginn heyrði sannleikann um að stríðið eyðileggi ekki aðeins Úkraínu heldur einnig framtíð Rússlands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert