Rússar hafi ekki náð Maríupol á sitt vald

Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu.
Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu. AFP

Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu, hafnar því að úkraínska hafnarborgin Maríupol sé nánast öll undir yfirráðum rússneskra hersveita.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti fullyrti í gærmorgun að hans mönnum hefði tekist að „frelsa“ borgina úr höndum Úkraínumanna.

Ser­gei Sjoígu, varn­ar­málaráðhherra Rúss­lands, til­kynnti Pútín í gær að Rúss­ar réðu allri borg­inni, fyr­ir utan Asovstal-stál­verk­smiðjuna.

Selenskí sagði úkraínska hermenn í Maríupol veita þeim rússneska mótspyrnu og að borgin væri enn undir úkraínskri stjórn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert