Guterres harmi sleginn vegna árásanna

Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, fordæmdi í dag flugskeytaárásir Rússa á fjölda skotmarka í Úkraínu og kallaði þær „óviðunandi stíganda í átökunum“.

„Aðalritarinn er harmi sleginn yfir stórfelldum flugskeytaárásum Rússlandshers í dag á borgir víða í Úkraínu sem talið er að hafi valdið umtalsverðu tjóni á borgaralegum svæðum og sært og drepið fjölda fólks,“ segir Stephane Dujarric, talskona aðalritarans, í yfirlýsingu.

Sagði hún enn fremur að hér væri enn á ferð stígandi í innrásinni sem ekki mætti una við, eins og alltaf væru það óbreyttir borgarar sem slíktu gyldu dýrustu verði.

Lögreglumaður virðir fyrir sér sprengjugíg eftir flugskeyti í borginni Dnipro …
Lögreglumaður virðir fyrir sér sprengjugíg eftir flugskeyti í borginni Dnipro í dag. Rússar eru taldir hafa skotið 75 flugskeytum að skotmörkum víða um Úkraínu með tilheyrandi tjóni og mannfalli. AFP/Dimitar Dilkoff
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert