BBC endur­skoðar reglu­verk um sam­fé­lags­miðla

Lineker lenti í veseni vegna orða sinna á samfélagsmiðlum.
Lineker lenti í veseni vegna orða sinna á samfélagsmiðlum. AFP/Darren Staples

Endurskoðun á regluverki BBC er kveður á um notkun starfsmanna á samfélagsmiðlum og tjáningarfrelsi er hafin. 

Litið verður til þess hvaða hluti reglna miðilsins er varða hlutleysi nái til lausamanna fyrirtækisins annars vegar og fastráðinna starfsmanna hins vegar.

Stefnt er að því að vinnunni við að endurskoða ljúki fyrir sumarið.

Reuters greinir frá.

Þetta gerist í kjölfar þess að þáttastjórnandanum og fyrrverandi fótboltamanninum Gary Lineker var sagt upp tímabundið vegna orða sem hann lét falla á Twitter um stefnu breskra stjórnvalda í málefnum flóttafólks.

Orð hans voru sögð brjóta í bága við reglur BBC um hlutleysi. Brottrekstur Lineker olli miklu fjaðrafoki og hótuðu samstarfsmenn hans að mæta ekki til vinnu yrði uppsögn hans haldið til streitu. Á endanum fékk Lineker starfið sitt aftur.

Mikilvægt að standa við hlutleysi og tjáningarfrelsi

Reynslubolti úr sjónvarpsheiminum John Hardie mun sjá um að leiða endurskoðun reglnanna. Búist er við því að yfirhalningin verði kláruð áður en sumarið gengur í garð.

Tim Davie, framkvæmdastjóri BBC, tjáði sig um málið og sagði endurskoðunina mikilvægan þátt til þess að BBC geti staðið við skuldbindingar sínar. Bæði þegar komi að hlutleysi og tjáningarfrelsi.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert