Segja yfir 1.500 börn hafa verið drepin á Gasa

Vel á annað þúsund barna hafa verið drepin í árás …
Vel á annað þúsund barna hafa verið drepin í árás Ísraelsmanna á Gasa. AFP

Heilbrigðisráðuneytið í Gasa segir að að minnsta kosti 3.800 Palestínumenn hafi verið drepnir í loftárásum Ísraelsmenna á Gasa.

Meðal þeirra sem eru látnir eru 1.524 börn, 1.000 konur og 120 aldraðir. Þá eru 12.500 særðir eftir linnulausar árásir á Gasasvæðið.

Heilbrigðisráðuneytið í Gasa segir að 471 hafi farist í sprengjuárás á Al-Ahli Arab-sjúkrahúsið í vikunni.

Hamas-samtökin kenna Ísraelsmönnum um árásina á sjúkrahúsið en her Ísraels hefur lagt fram gögn sem benda til þess að flugskeytin hafi komið frá vígamannahópnum Íslamskt Jíhad.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert