Hvatti til alþjóðlegrar samstöðu gegn Hamas

Macron og Netanjahú á fundi sínum um málefni Ísraels og …
Macron og Netanjahú á fundi sínum um málefni Ísraels og Palestínu. AFP/Christophe Ena

Emmanuel Macron Frakklandsforseti hvatti í dag til alþjóðlegrar samstöðu gegn Hamas-hryðjuverkasamtökunum með þeim hætti að þau ríki sem berðust gegn samtökunum Ríki íslams veittu nú Hamas einnig andóf.

Lét Macron þessi orð falla eftir fund með Benjamín Netanjahú, forseta Ísraels, í Jerúsalem auk þess sem hann gat þess að hefja þyrfti friðarumleitanir í Palestínu á nýjan leik í kjölfar þess ófriðarbáls er innrás Hamas-liða í Ísrael 7. október kveikti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert