Lést eftir fall af 10. hæð Tate Modern

Lögregla og slökkvilið fyrir utan Tate Modern-safnið.
Lögregla og slökkvilið fyrir utan Tate Modern-safnið. AFP

Maður lést í Lundúnum í morgun eftir að hafa fallið fram af 10. hæð í Tade Modern-listasafninu. Ekki er talið að fallið hafi borið að með saknæmum hætti.

Lögreglan í Lundúnum greinir frá þessu.

Sjúkrabílar voru sendir á vettvang og reyndu sjúkraliðar að bjarga manninum en án árangurs.

Ekki talið grunsamlegt

„Dauðsfallið er rannsakað sem óvænt atvik en er þó ekki talið vera grunsamlegt,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Árið 2019 var sex ára gömlum dreng kastað fram af svölum á 10. hæð í listasafninu en drengurinn lifði fallið af.

Unglingurinn sem kastaði drengnum var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir verknaðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert