Lífstíðarfangelsi fyrir að kasta barni af 10. hæð

Jonty Bravery var 17 ára gamall þegar hann lét til …
Jonty Bravery var 17 ára gamall þegar hann lét til skarar skríða eftir að hafa skipulagt árás á barn. AFP

Unglingur sem kastaði sex ára gömlum dreng fram af svölum á 10. hæð Tate Modern-safnsins í London í Bretlandi hefur verið dæmdur til að sæta fangelsi í minnst 15 ár, en dómari í málinu sagði jafnframt mögulegt að hann yrði aldrei látinn laus.

Jonty Bravery var 17 ára gamall þegar hann lét til skarar skríða 4. ágúst síðastliðinn eftir að hafa skipulagt árás á barn. Sex ára gamalt fórnarlab Bravery hlaut blæðingu inn á heila og önnur meiðsl og verður aldrei samur, að því er segir í frétt BBC.

Dómari í málinu segir að Bravery hafi næstum orðið drengnum að bana, en Bravery játaði morðtilraunina.

„Þú fórst á útsýnissvæðið, leist í kring um þig og komst auga á fórnarlambið og fjölskyldu þess, gekkst að drengnum og kastaðir honum yfir handriðið. Ótækt er að ímynda sér óttann sem hann hann hefur upplifað og skelfinguna sem foreldrar hans fundu fyrir. Það sem þú gerðir þennan dag sannar að þú ert öðrum hættulegur,“ sagði dómari við dómsuppkvaðninguna.

Frá vettvangi við Tate Modern-safnið 4. ágúst 2019.
Frá vettvangi við Tate Modern-safnið 4. ágúst 2019. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert