Grönduðu 9 af 14 drónum frá Rússum

Árásir voru meðal annars gerðar í Dníprópetrovsk.
Árásir voru meðal annars gerðar í Dníprópetrovsk. AFP

Úkraínski flugherinn kveðst hafa grandað 14 árásardrónum frá Rússlandi í suður- og miðhluta landsins í nótt.

Stjórnvöld í Kænugarði segja árásirnar hafa beinst að orkuinnviðum í Dníprópetrovsk-héraði hvar þúsundir hafa verið án rafmagns síðan árásir Rússa hófust í gær. Rafmagnsleysið hefur haft mest áhrif í borginni Krivyi Rig, en þar er heimabær Volodimírs Selenskís Úkraínuforseta.

Árásum beint að orkuinnviðum

„Úkraínski herinn grandaði níu drónum frá óvininum í héruðunum Dníprópetrovsk, Ódessu, Mykolaiv og Sítómír,“ segir í yfirlýsingu flughersins. Þá hafi flestum drónunum, sem hafi verið framleiddir í Íran og Shahed, beint að orkuinnviðum í Dníprópetrovsk-héraði.

Sergey Lysak, héraðsstjóri Dníprópetrovsk, segir 15 þúsund manns hafa verið án rafmagns í borginni eftir árásirnar. Eldsvoði hafi orðið í iðnaðarhúsnæði í borginni og nokkrar fjölskyldur hafi verið án neysluvatns. 

Enginn hafi látist í árásinni en tvö íbúðarhúsnæði hafi skemmst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert