Ísraelar veita lokafrest vegna Rafah

Palestínumenn ná sér í vatn í borginni Rafah á suðurhluta …
Palestínumenn ná sér í vatn í borginni Rafah á suðurhluta Gasasvæðisins. AFP/Mohammed Abed

Ísraelar ætla að ráðast af fullu afli inn í borgina Rafah á Gasasvæðinu í næsta mánuði ef Hamas-samtökin hafa ekki frelsað þá gísla sem þau eru enn með í haldi við upphaf föstumánaðarins Ramadan.

Ísraelski embættismaðurinn Benny Gantz greindi frá þessu.

„Heimurinn þarf að vita af því og leiðtogar Hamas að ef gíslarnir okkar verða ekki komnir heim við upphaf Ramadan þá munu bardagar halda áfram alls staðar, þar á meðal á Rafah-svæðinu,” sagði Gantz, sem er fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísraels, á ráðstefnu leiðtoga úr röðum bandarískra gyðinga í borginni Jerúsalem í gær.

Ramadan, heilagur mánuður múslima, á að hefjast 10. mars.

Palestínsk börn fá mat í borginni Rafah.
Palestínsk börn fá mat í borginni Rafah. AFP/Mohammed Abed

Ísraelsk stjórnvöld hafa hingað til ekki gefið lokafrest í sambandi við hvenær þau ætla að ráðast til atlögu á Rafah en þangað hefur meirihluti þeirra 1,7 milljóna Palestínumanna sem hafa flúið heimili sín í stríðinu leitað skjóls.

Af ótta við mikinn fjölda dauðsfalla hafa erlendar ríkisstjórnir og hjálparsamtök ítrekað hvatt Ísraela til að ráðast ekki inn í Rafah, sem er síðasta stóra borgin á Gasasvæðinu þar sem hermenn hafa ekki hafið hernað á jörðu niðri.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert