Kínversk stjórnvöld biðla til Ísraela

Rúmlega milljón Palestínumanna eru á vergangi í Rafah-borg.
Rúmlega milljón Palestínumanna eru á vergangi í Rafah-borg. AFP/Mohammed Abed

Kínversk stjórnvöld biðla til Ísraels að stöðva hernað í borginni Rafah í suðurhluta Gasasvæðisins „eins fljótt og auðið er“ og vara við því að áframhaldandi aðgerðir muni leiða til alvarlegrar mannúðarkrísu.

Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins sagði stjórnvöld fylgjast grannt með þróuninni við Rafah. Kínversk stjórnvöld leggist gegn og fordæmi aðgerðir sem valdi almennum borgurum skaða og brjóti í bága við alþjóðalög.

Undirbúa hernað

Ísraelsk stjórnvöld hafa sætt miklum þrýstingi stjórnvalda víða um heim sem kalla eftir því að Ísraelar samþykki tillögu um vopnahlé.

Vopnahlé virðist þó ekki vera á dagskrá Ísraelshers sem undirbýr nú hernað í Rafah-borg, þar sem yfir milljón Palestínumanna á vergangi eru undankomulausir.

Í árás Ísraelshers á borgina á mánudag féllu yfir hundrað manns. Tveir gíslar voru frelsaðir í árásinni sem Hamas handsömuðu í hryðjuverkunum 7. október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert