Fjórir látnir og 19 saknað eftir eldsvoðann

Slökkviliðið að störfum í Valencia.
Slökkviliðið að störfum í Valencia. AFP/Jose Jordan

Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir mikinn eldsvoða í fjölbýlishúsi í vesturhluta spænsku borgarinnar Valencia í gær. 14 til viðbótar slösuðust.

Enn er 19 manns saknað, að sögn heimildarmanns AFP-fréttastofunnar.

Eldsvoðinn hófst um klukkan 17.30 að staðartíma, eða klukkan 18.30 að íslenskum tíma og átti hann upptök sín á fjórðu hæð. Eldurinn breiddist fljótt út.

AFP/Jose Jordan

Á meðal þeirra 14 sem slösuðust er sjö ára barn. Alls voru 12 fluttir á sjúkrahús.

Spænska sjónvarpsstöðin TVE greindi frá því að yfir 130 íbúðir væru í 14 hæða byggingunni og að 22 slökkviliðsteymi reyndu að berjast við eldinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka