Stórbruni í 14 hæða fjölbýlishúsi

Frá eldsvoðanum í Valencia.
Frá eldsvoðanum í Valencia. AFP

Mikill eldur braust út í fjórtán hæða fjölbýlishúsi í Valencia á Spáni í kvöld og er fjöldi íbúa í húsinu innlyksa í íbúðum sínum.

Fjöldinn allur af slökkviliðsmönnum vinnur við að ná tökum á eldinum og koma fólki til bjargar með körfubílum.

Talið er að kviknað hafi í á fjórðu hæð hússins en eldurinn breiddist hratt um alla framhlið byggingarinnar. 138 íbúðir eru í fjölbýlishúsinu og íbúafjöldi um 450.

Slökkviliðið var kallað út um klukkan 17.30 að staðartíma og hefur neyðarsjúkrahús verið sett upp á svæðinu en að minnsta kosti 13 manns eru slasaðir, þar af sex slökkviliðsmenn.

Földi slökkviliðsmanna er að berjast við eldinn í fjölbýlishúsinu.
Földi slökkviliðsmanna er að berjast við eldinn í fjölbýlishúsinu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert