Ísbirnir á kreiki á suðurhluta Grænlands

Ísbjörn við Scoresbysund á Grænlandi.
Ísbjörn við Scoresbysund á Grænlandi. mbl.is/RAX

Ísbjörn sást í nágrenni við bæinn Qaqortoq á suðvesturhluta Grænlands í gær, að sögn grænlenska miðilsins Sermitsiaq.ag. Segja bæjaryfirvöld nauðsynlegt að auka við ísbjarnarveiðikvótann á suðurhluta Grænlands. 

Veiða má fjóra ísbirni á svæðinu á þessu ári og er þegar búið að fylla þann kvóta að sögn stjórnvalda í sveitarfélaginu Kujalleq. Sermitsiaq segir að bæjaryfirvöld hafi óskað eftir því að veiðikvótinn verði aukinn.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert