Leiðtogar G7-ríkjanna funda vegna árásarinnar

Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu.
Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu. AFP/Alberto Pizzoli

Leiðtogar G7-ríkjanna munu funda í gegnum fjarfundarbúnað í dag til þess að ræða árásir Írans á Ísrael.

Frá þessu greinir forsætisráðherra Ítalíu, Giorgia Meloni. Jafnframt fordæmir hún árásina og sagðist óttast frekari óstöðugleika á svæðinu.

Öryggisráðið fundar í kvöld

Í gærkvöldi boðaði örygg­is­ráð Sam­einuðu þjóðanna til neyðar­fund­ar vegna árásarinnar. Fundurinn fer fram klukkan 20 í kvöld, að íslenskum tíma.

Fundurinn var boðaður að beiðni Ísraels.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert