Yfirmaður varnarmála og níu aðrir fórust í þyrluslysi

William Ruto, forseti Kenía, til vinstri og Francis Ogolla, Yfirmaður …
William Ruto, forseti Kenía, til vinstri og Francis Ogolla, Yfirmaður varnarmála í Kenía sem lést í þyrluslysinu. AFP

Yfirmaður varnarmála í Kenía og níu aðrir háttsettir yfirmenn fórust í þyrluslysi á afskekktu svæði í Kenía í dag en þyrlan fórst skömmu eftir flugtak frá þorpinu Chesegon.

„Í dag varð hörmulegt flugslys og ég er mjög sorgmæddur að tilkynna lát Francis Omondi Ogolla hershöfðingja,“ sagði William Ruto, forseti Kenía, við fréttamenn í dag en tveir lifðu flugslysið af.

Ogolla var 61 árs gamall, þjálfaður orrustuflugmaður, sem tók við embætti yfirmanns varnarmála fyrir ári síðan.

Hann sagði að flugherinn í Kenía hefði sent flugrannsóknateymi til að komast að orsökum slyssins, sem átti sér stað í Elgeyo Marakwet-sýslu, um 400 kílómetra norðvestur af höfuðborginni Naíróbí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert