Lögreglumenn við öllu búnir við UCLA

Mynd af mótmælum við UCLA-háskólann í Kaliforníuríki.
Mynd af mótmælum við UCLA-háskólann í Kaliforníuríki. AFP/Etienne Laurent

Fjölmennt lögreglulið er við öllu búið á lóð UCLA-háskólans í Kaliforníu í Bandaríkjunum en þeir hyggjast fjarlægja tjaldbúðir sem settar hafa verið upp við háskólann og reka mótmælendur á brott.

Efnt hefur verið til mótmæla á meðal háskólanema víðs vegar um Bandaríkin en mótmæli þeirra beinast gegn innrás Ísraelsmanna inn á Gasa og til stuðnings Palestínumönnum.

Til átaka hefur komið á milli lögreglunnar og mótmælenda við UCLA sem hafa kastað hlutum í átt að lögreglumönnum. Í það minnsta einn hefur verið handtekinn en lögreglan hefur ítrekað varað við því að mótmælendur verði handteknir yfirgefi þeir ekki tjaldbúðirnar.

Í gær handtók lögreglan í New York um 300 mótmælendur við Col­umb­ia- og CUNY-há­skól­ana og þá voru 90 mótmælendur handteknir við Dartmount-háskólann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert