Réttað yfir prins og fyrrverandi þingkonu

Heinrich XIII Reuss (í miðjunni) í dómsalnum í morgun.
Heinrich XIII Reuss (í miðjunni) í dómsalnum í morgun. AFP/Boris Roessler

Réttarhöld hófust í þýsku borginni Frankfurt í morgun yfir prins, fyrrverandi þingkonu og þó nokkrum fyrrverandi herforingjum sem eru sökuð um að hafa lagt á ráðin um að ráðast á þýska þingið og steypa ríkisstjórninni af stóli.

Áætlunin var knúin áfram af samsæriskenningum.

Dómsmálið er eitt það umfangsmesta fyrir þýskum dómstólum í áratugi. Réttað var yfir níu liðsmönnum úr „hernaðararmi” hópsins í lok apríl. Þriðji hluti réttarhaldanna er síðan fyrirhugaður í borginni München í júní.

AFP/Boris Roessler

Átta grunaðir liðsmenn hópsins mæta í vitnastúkuna í Frankfurt, auk einnar konu sem er sökuð um að hafa stutt áform þeirra um að steypa ríkisstjórn kanslarans Olaf Scholz af stóli.

Aristókratinn, viðskiptamaðurinn og prinsinn Heinrich XIII Reuss, er einn þeirra sem réttað verður yfir. Hann átti að taka við stjórn Þýskalands, samkvæmt áformunum, eftir að núverandi ríkisstjórn yrði steypt af stóli. Sömuleiðis verður réttað yfir þingkonunni fyrrverandi, Birgit Malsack-Winkemann.

Birgit Malsack-Winkemann (til hægri.
Birgit Malsack-Winkemann (til hægri. AFP/Boris Roessler
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert