Hamas: „Mikilvægt skref“

Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas.
Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas. AFP

Hamas-samtökin fagna ákvörðun Írlands, Noregs og Spánar um að viðurkenna sjálfstæði Palestínu og segja hana „mikilvægt skref”. Hvetja þau aðrar þjóðir til að gera slíkt hið sama.

„Við lítum á þetta sem mikilvægt skref í átt að því að staðfesta réttinn til okkar landsvæðis,” sagði Hamas í tilkynningu.

Hvöttu samtökin þjóðir víðs vegar um heiminn til að „viðurkenna lögmætan þjóðarrétt okkar.”

Mótspyrnan lagði grunninn

Bassem Naim, háttsettur embættismaður Hamas, sagði að mótspyrna Palestínumanna hefði lagt grunninn að ákvörðun Evrópuríkjanna þriggja.

„Þessar viðurkenningar eru bein afleiðing þessarar hugrökku mótspyrnu og staðfestu Palestínumanna til langs tíma,” sagði hann.

„Við teljum að þetta muni skipta sköpum hvað varðar alþjóðlega afstöðu til málefna Palestínu.”

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka