Alcoa eignast áleiningu Elkem að fullu

Bandaríska álfélagið Alcoa, sem meðal annars rekur Reyðarál og kannar byggingu álvers á Bakka, er að yfirtaka norska álfyrirtækið Elkem. Elkem rekur járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga. Alcoa kaupir hlut norska fyrirtækisins Orkla í Elkem en einungis álfyrirtækiseiningu Elkem. Þetta hefur því ekki áhrif á eignarhaldið á járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga.

Um skipti á hlutabréfum er að ræða en Alcoa átti fyrir 50% hlut í Elkem. Í stað bréfanna í Elkem eignast Orkla 45% hlut í SAPA í Bandaríkjunum og verður SAPA að fullu í eigu Orkla.

Sjá nánar á vef Elkem

Frétt á vef Alcoa

mbl.is

Viðskipti — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær

Mánudaginn 16. september

Laugardaginn 14. september

Föstudaginn 13. september

Fimmtudaginn 12. september

Miðvikudaginn 11. september