Engin matvöruverslun er nú á Bíldudal

Nú er engin matvöruverslun á Bíldudal.
Nú er engin matvöruverslun á Bíldudal. mbl.is/ Sigurbjörn S. Grétarsson

Matvöruverslunin Metta á Bíldudal hefur hætt rekstri. Rekstraraðili Mettu var einnig með matvöruverslun á Tálknafirði, en þar mun Esso taka yfir reksturinn, samkvæmt heimildum Tíðis. Á Bíldudal er því engin matvöruverslun og þurfa Bíldælingar að fara yfir fjallveg til að nálgast helstu nauðsynjar.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Bíldælingar eru án matvöruverslunar, fyrir nokkrum árum var reynt að halda úti verslun. Sá rekstur bar sig ekki og var honum hætt.

Metta hóf starfsemi í Tálknafirði 1995 og voru síðustu jól þau áttundu hjá versluninni. Reksturinn hefur verið erfiður síðustu ár en þó gengið þolanlega, að sögn Jóns Þórðarsonar á Bíldudal sem rekið hefur Mettu ehf. Hann segir að Olíufélagið hf. muni taka að sér rekstur verslunarinnar á Tálknafirði næstu átta vikur og verður sá tími notaður til að finna samstarfsaðila um reksturinn. Nokkrar breytingar verða á þjónustu miðað við það sem áður var. Ekki verður unnt að kaupa heitan mat lengur þar sem Grillið verður aflagt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert