Gæsluvarðhald yfir Davíð framlengt

Davíð hefur setið í gæslu­v­arðhaldi ásamt bróður sín­um og maka …
Davíð hefur setið í gæslu­v­arðhaldi ásamt bróður sín­um og maka vegna gruns um man­sal, pen­ingaþvætti, skipu­lagða brot­a­starf­semi og brot á at­vinnu­rétt­ind­um út­lend­inga. Samsett mynd

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur framlengt gæsluvarðhald yfir Davíð Viðarssyni, áður Quang Lé, til 17. júní.

Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við mbl.is.

Davíð hefur setið í gæslu­v­arðhaldi ásamt bróður sín­um og maka vegna gruns um man­sal, pen­ingaþvætti, skipu­lagða brot­a­starf­semi og brot á at­vinnu­rétt­ind­um út­lend­inga.

Lög­regl­an réðst í um­fangs­mikl­ar aðgerðir þann 5. mars þar sem veit­inga­stöðum Davíðs, gisti­heim­ili og hót­eli var lokað. Hafa þre­menn­ing­arn­ir setið í gæslu­v­arðhaldi síðan þá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert