Stór prammi á leiðinni að Guðrúnu Gísladóttur KE í N-Noregi

Guðrún Gísladóttir KE sekkur í Nappastraumen við Norður-Noreg.
Guðrún Gísladóttir KE sekkur í Nappastraumen við Norður-Noreg. mbl.is

Í dag hófst ferð hins 47 metra langa og 20 metra breiða pramma Maxi, sem er í eigu Seløy Undervannsservice í Noregi, frá Sandnessjöen í Norður-Noregi að staðnum þar sem fjölveiðiskipið Guðrún Gísladóttir KE 15 liggur á hafsbotni á 40 metra dýpi í Lófóten. Þetta kemur fram á vef norska dagblaðsins Helgeland Arbeiderblad. Pramminn hefur verið endurbyggður en hann er sérstaklega gerður til þess að lyfta þungum hlutum. Samtals hefur verið varið um 14 milljónum norskra króna eða jafnvirði 154 milljóna íslenskra króna í endurbætur á prammanum og í nýjan búnað. Ekki kemur fram í frétt Helgeland Arbeiderblad hvenær pramminn sé væntanlegur að flakinu.

Svokallaður A-gálgi hefur verið settur upp yfir opi á botni prammans og þá var settur á hann krani, sem getur lyft allt að 1.500 tonna þunga. A-gálginn og kraninn gera að verkum að sérstaklega gott á að vera að leggja kapalstrengi frá prammanum. Að sögn Hans Marius Mastermo hjá Seløy Undervannsservice mun Maxi verða notaður til þess að sökkva stórum tönkum niður að Guðrúnu Gísladóttur og mun síðan hjálpa til við að lyfta skipinu með þeim.

Frétt Helgeland-Arbeiderblad: „Maxi klár fyrir Guðrúnu“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka