Hafró selur rannsóknarskipið Dröfn

Skipið verður selt án haffærniskírteinis og án kvóta.
Skipið verður selt án haffærniskírteinis og án kvóta. mbl.is

Ríkiskaup auglýsti um helgina eftir tilboðum í rannsóknaskipið Dröfn, RE-35. Um er að ræða rannsóknarskip byggt úr stáli á Seyðisfirði 1981 og er það 185 brúttótonn að þyngd. Skipið selst án haffærniskírteinis og án kvóta.

Skipinu getur fylgt leiguskuldbinding því Hafrannsóknastofnunin vill leigja skipið af væntanlegum kaupanda í a.m.k. 40 daga á ári, næstu 2 árin með framlengingarheimild um tvisvar sinnum 1 ár. á tímabilinu september-október. Um er að ræða rannsóknaleiðangra vegna stofnmælinga hörpudisks og rækju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert