Stuðningur við ESB-aðild eykst og andstaða við evru minnkar

Meirihluti þjóðarinnar er andvígur því að evra verði tekin upp ...
Meirihluti þjóðarinnar er andvígur því að evra verði tekin upp í stað krónu. AP
Stuðningur meðal almennings við aðild að Evrópusambandinu hefur aukist milli ára að því er kemur fram í skoðanakönnun sem Samtök iðnaðarins hafa látið gera og kynnt var á Iðnþingi í morgun. Þá hefur einnig dregið úr andstöðu við að evra verði tekinn upp sem gjaldmiðill í stað krónu en enn er þó meirihluti andvígur því.

Samtök iðnaðarins hafa í nokkur ár kannað afstöðu bæði almennings og félagsmanna samtakanna. Í könnuninni nú var í fyrsta lagi spurt: Ertu hlynntur eða andvígur aðild Íslands að ESB? 45% þátttakenda í hópi almennings sögðust hlynnt aðild, 34% andvíg en 21% sagðist ekki hafa skoðun. Í samskonar könnun í fyrra sögðust 42% vera hlynnt aðild, 37% andvíg og 21% höfðu ekki skoðun.

Þegar félagsmenn innan Samtaka iðnaðarins voru spurðir þessarar spurningar sögðust 49% vera hlynnt aðild, 35% andvíg og 16% sögðust ekki hafa skoðun. Í fyrra svöruðu 43% játandi og sama hlutfall svaraði neitandi en 14% höfðu ekki skoðun.

Einnig var spurt: Vilt þú taka upp aðildarviðræður við ESB? Í hópi almennings svöruðu 59% játandi, 25% neitandi og 16% sögðust ekki hafa skoðun. Í fyrra sögðu 61% já, 24% nei og 15% sögðust ekki hafa skoðun á málinu.

Þegar félagsmenn Samtaka iðnaðarins voru spurðir sömu spurningar svöruðu 64% játandi, 24% neitandi en 11% sögðust ekki hafa skoðun. Í fyrra sögðu 67% já, 27% nei og 6% sögðu hvorki né.

Einnig var spurt hvort viðkomandi væru hlynntir eða andvígir því að taka upp evru í stað krónu. Í hópi almennings voru 37% hlynntir því, 51% andvíg en 12 höfðu ekki skoðun. Í fyrra sögðust 37% vera hlynnt evru, 54% voru andvíg henni og 9% höfðu ekki skoðun.

Af félagsmönnum Samtaka iðnaðarins sögðust 60% vilja taka upp evru, 30% voru því andvíg og 10% höfðu ekki skoðun. Í fyrra sögðust 55% fylgjandi því að evra væri tekin upp í stað krónu, 37% voru andvíg því og 8% hlutlaus.

IMG Gallup gerði könnunina fyrir Samtök iðnaðarins dagana 9.-22 febrúar. Í könnuninni meðal var 1350 manna slembiúrtak úr þjóðskrá Fjöldi svarenda var 801 og svarhlutfall 62%. Könnunin meðal félagsmanna SI var gerð 9.-25. febrúar og var lagskipt úrtak úr félagaskrá. Fjöldi svarenda var 396 eða um það bil 34% félagsmanna og svarhlutfall var 74,6%.

mbl.is

Innlent »

Allt að 18 stiga hiti

06:51 Áfram hæglætisveður í kortunum, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Skýjað að mestu vestan til á landinu. Bjartara veður fyrir austan en líkur á síðdegisdembum. Milt í veðri, allt að 18 stiga hiti þar sem best lætur fyrir austan. Meira »

Hálstakið leiddi til dauða

06:46 Hæstiréttur telur að ekki hafi verið sýnt fram á það af lögreglu að Jón Trausti Lúth­ers­son sé undir rökstuddum grun um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana. Því var gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum felldur úr gildi í gær. Meira »

Svo ölvaður að hann komst ekki út úr bílnum

06:05 Ökumaður sem lögreglan stöðvaði á Fiskislóð í gærkvöldi var svo ölvaður við aksturinn að hann komst ekki út úr bifreiðinni hjálparlaust. Átta ökumenn voru stöðvaðir í gærkvöldi og nótt vegna aksturs undir áhrifum vímuefna. Meira »

Reykjavík ein sú dýrasta í heimi

05:47 Ólíkar borgir en þær eiga það sameiginlegt hversu dýrt er að gista þar. Miami og Reykjavík eru meðal fimm dýrustu áfangastaða samkvæmt gistivísitölu Bloomberg (Bloomberg World Airbnb Cost Index) sem nær til yfir 100 borga í heiminum. Meira »

Andlát: Herbert Hriberschek Ágústsson

05:30 Herbert Hriberschek Ágústsson hljómlistarmaður lést á Ísafold í Garðabæ, 20. júní á 91. aldursári. Herbert fæddist í Mürzzuschlag í Austurríki 8. ágúst 1926 og ólst upp í Graz. Meira »

Hagstæð verðtryggð lán hækka íbúðaverð

05:30 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir hagstæð kjör á verðtryggðum lánum eiga þátt í hækkandi fasteignaverði. „Það er auðveldara að standast greiðslumat á 40 ára verðtryggðu jafngreiðsluláni en á óverðtryggðu láni. Meira »

Sprenging í vændi á Íslandi

05:30 Gífurleg aukning hefur orðið í sölu vændis á Íslandi. Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að sprenging hafi orðið í framboði á vændi hér á landi á síðustu 18 mánuðum. Meira »

Andlát: Sigurjón Hannesson

05:30 Sigurjón Hannesson, fyrrverandi skipherra, lést á Landspítalanum 24. júní 82 ára gamall. Hann fæddist 13. febrúar 1935 á Seyðisfirði og var sonur Hannesar Jónssonar verkamanns og eiginkonu hans Sigríðar Jóhannesdóttur. Meira »

Fundust heil á húfi

05:03 Parið sem leitað var að á Vestfjörðum fannst heilt á húfi í Norðdal rétt við Galtarvita um eittleytið í nótt. Höfðu þau breytt ferðaplönum sínum án þess að láta aðstandendur í byggð vita. Meira »

Hippateppi var örlagavaldur í lífinu

05:00 Ólíklegustu hlutir geta leitt fólk saman, en tvö hippateppi leiddu þau Helgu og Begga saman forðum. Nú mörgum árum síðar eru þau enn með slík teppi í höndunum, miðla þeim til annarra, því þau reka saman tvær verslanir, í Hafnarfirði og nú nýlega einnig í Reykjavík. Meira »

Leitað að pari á Vestfjörðum

Í gær, 23:38 Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á norðanverðum Vestfjörðum voru kallaðar út til leitar á ellefta tímanum í kvöld þegar par sem ætlaði að ganga frá Bolungarvík að Galtarvita og þaðan í Selárdal skilaði sér ekki á réttum tíma. Meira »

Veðurtepptir kajakræðarar

Í gær, 22:47 Það kom á óvart á Jónsmessunni að sjá ofurlítið rautt tjald alveg niðri við fjöruborð hjá Fossá, rétt innan við Þórshöfn og við beljandi, vatnsmikla ána var íbúi tjaldsins að bursta tennurnar á laugardagsmorgni. Meira »

Bátlaus sundmaður leitar báts

Í gær, 21:25 Jón Eggert Guðmundsson varð fyrir því óláni að bæði aðal- og varabáturinn, sem hann hafði fengið fyrir verkefni sitt Íslandssund, eru bilaðir. Bátinn þarf Jón til þess að fylgja sér þar sem hann ætlar að synda hringinn í kringum Ísland. Meira »

„Fleiri skólar að fara þessa leið“

Í gær, 21:07 „Hliðstætt fyrirkomulag hefur verið tekið upp af nokkrum skólum. Það eru ýmsar leiðir sem hægt er að fara í þessum efnum. Sumir skólar hafa gert þetta í samstarfi við viðkomandi foreldrafélög og síðan hafa sum sveitarfélög séð alfarið um þetta eins og Vogar.“ Meira »

Hafnað vegna sektar eftir 11 ára dvöl

Í gær, 20:25 Fjárfestinum Bala Kamallakharan var neitað um íslenskan ríkisborgararétt í dag vegna hraðasektar sem hann fékk eftir að hafa sent inn umsóknina. Hann hefur verið búsettur á Íslandi í 11 ár, er giftur íslenskri konu og á tvö börn. Þá er hann stofnandi Startup Iceland. Meira »

Minni þyrlur koma ekki í stað stærri

Í gær, 21:10 Ekki ert gert ráð fyrir sjúkraþyrlu í kaupum Landhelgisgæslunnar á þremur nýjum þyrlum á árunum 2019 til 2021 en þyrlurnar þrjár koma í stað núverandi vélakosts Landhelgisgæslunnar sem á eina af þremur þyrlunum sem stofnunin hefur til umráða. Sú sem er í eigu Gæslunnar er yfir 30 ára en hinar tvær eru leigðar. Meira »

Loksins húsnæði eftir 10 ára bið

Í gær, 21:04 Kaflaskil urðu í sögu Náttúruminjasafns Íslands í dag þegar skrifað var undir samning um að safnið fá aðstöðu til sýninga í Perlunni. Meira »

Mynda gönguleiðir á Reykjanesi

Í gær, 19:47 Reykjanes Geopark, Markaðsstofa Reykjaness og GeoCamp Iceland í samstarfi við Google standa að sameiginlegu verkefni sem miðar að því að kortleggja og mynda allar gönguleiðir á Reykjanesi með 360° myndavél. Meira »
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Endurskoðun hveravalla
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Endu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...