Selskersviti lýsir á ný

mynd/LHG

Landhelgisgæslan sér meðal annars um viðhald vita fyrir Siglingastofnun. Nýlega kom í ljós að Selskersviti á Húnaflóa var hættur að lýsa og þegar varðskipsmenn á Tý könnuðu málið kom í ljós að ljósnemi í vitanum var bilaður. Stýrimaður og vélstjóri á Tý fóru því upp í vitann og skiptu um ljósnema svo nú er hann farinn að vísa sjófarendum veginn á ný. Á myndinni sést léttabátur Týs á leið að vitanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert