Þjónusta við einkaþotur í Reykjavík fer vaxandi

Hér má sjá nokkrar af þeim vélum sem voru á …
Hér má sjá nokkrar af þeim vélum sem voru á Reykjavíkurflugvelli í morgun. mbl.is/Júlíus

Þjónusta við einkaþotur hefur aukist talsvert að undanförnu að sögn Flugþjónustunnar á Reykjavíkurflugvelli, en viðskiptin hafa aukist um 20%-30% frá því í fyrra. Það er því orðið æ algengara að sjá slíkar vélar í Reykjavík. Þegar ljósmyndari Fréttavefjar Morgunblaðsins var á ferðinni í dag sáust um fimm einkaþotur á vellinum. Að sögn Flugþjónustunnar er mikið um það að Íslendingar séu að fljúga í slíkum vélum, ekki síst kaupsýslufólk. Þá eru helgarnar, sem eðlilegt má þykja, annasamasti tíminn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert