Fyrirtaka í Baugsmálinu 23. maí

Dómari í Baugsmálinu hefur boðað fyrirtöku í málinu 23. maí kl. 13 í Héraðsdómi Reykjavíkur. Að sögn Brynjars Níelssonar, verjanda Jóns Geralds Sullenberger, er líklegt að við fyrirtökuna verði ákveðið hvenær kröfur verjenda um að málinu verði vísað frá verði fluttar fyrir dómi.

Um er að ræða þann hluta Baugsmálsins sem endurákært var í nýverið, en þar eru ákærðir þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, Tryggvi Jónsson og Jón Gerald Sullenberger. Brynjar segir að málflutningur vegna frávísunarkröfu geti tekið talsverðan tíma, hugsanlega heilan dag í réttarsal, og slíkt krefjist undirbúnings. Þó sé líklegt að dómari vilji ljúka umfjöllun um frávísunarkröfuna í júní, áður en sumarfrí hefjast.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert